Um okkur

Hvað er Balanz

Balanz er hugsað sem tengslanet fyrirtækja í heilsugeiranum þar sem heilbrigður lífstíll er gerður hagstæðari og skemmtilegri í einu stóru heilsusamfélagi.

Tilboð

Tilboðin geta verið allavegana og frá öllum mögulegum stöðum. Dæmi um tilboð getur verið afsláttur á prógrammi hjá einkaþjálfara, réttur á hollum veitingastað eða tími hjá nuddara.

Fyrir hvern?

Balanz er hugsað fyrir alla sem hafa áhuga á heilbrigðum lífstíl sama hvort þú ert íþróttamaður, vilt vera í góðu formi eða lifa heilbrigðum lífstíl.

Áskriftin

Við erum alltaf að bæta við í hópinn hjá okkar frábæru samstarfsaðilum og mun virkur áskrifandi hafa aðgengi að öllum þeim tilboðum sem eru og bætast við á meðan.

Viðburðir

Viðburðir sem Balanz mun halda eru ávalt tengdir heilsu en geta samt verið mjög ólíkir. Frá litlum viðburðum sem aðeins eru fyrir áskrifendur í stóra íþróttaviðburði eða fjölskylduskemmtun þar sem seldir verða miðar fyrir alla en ekki má gleyma að okkar áskrifendur munu alltaf geta keypt miða í forsölu á betra verði.

Hvað bjóðum við upp á

Við munum fyrst og fremst bjóða upp á áskrift þar sem áskrifendur fá frábær tilboð hjá fyrirtækjum sem einblína á heilbrigði og hollustu einnig mun Balanz halda allskonar skemmtilega viðburði sem tengjast heilsu á einhvern hátt.

Framtíð Balanz

Við erum alltaf að þróa okkur og bæti við nýjum viðburður, áskriftarleiðum og vörum.

Hver erum við?
Við erum par sem höfum alltaf haft áhuga á heilbrigðum lífsstíl og hreyfingu. Í gegnum okkar ævi höfum við farið í gegnum allskonar tímabil og tilraunastarfsemi eins og flestir sem vilja vera í góðu formi, ná árangri í íþróttum eða einfaldlega vera heilbrigðir. Það sem við höfum alltaf rekist á er númer eitt: hvað allt sem er hollt kostar meira, númer tvö: það fylgir mjög oft mikill aukakostnaður í búnaði og fatnaði og númer þrjú: fyrir þá sem æfa ekki íþrótt í íþróttafélagi heldur stunda t.d. hreyfingu í líkamsræktarstöðvum þá vantar þetta skemmtilega samfélag sem heldur utan um fólk og hvetur það áfram. Þessu langar okkur að breyta og hafa eitt stórt samfélag þar sem allir sem hafa áhuga á heilsu og hreyfingu geta komið saman og fundið stuðning, hvatningu og þétta heild sem þau eru partur af.
Starfsmenn

Eigandi

Þórður Arnar Jósefsson

Eigandi

Gyða Dögg Heiðarsdóttir